Lýsing
Eins og undanfarin ár tökum við þátt í átakinu “Bleika Slaufan” sem er árlegt árverkni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Tvöfalt orkusteinaarmband (double energy) fíngert eða úr 4mm eðal orkusteinum og bleikum swarovsky kristöllum ásamt ÓSK merki úr stáli og hjarta sem er tákn kærleikans.
Armbandið er þrætt upp á teygju og hægt að velja um MINNA eða STÆRRA.
Steinarnir í þessu armbandi eru úr Hematit (blóðsteinn), ásamt glæsilegum demantaskornum swarovski steinum í mjög fallegum bleikum lit.
Hematit (blóðsteinn) – Verndar, breytir neikvæðri orku eflir minni og dregur úr reiði (honesty, sincerily and good balance).
Hægt að sérpanta orkusteinafesti í stíl!
Koma í fallegum gjafapoka!