HÁLSMEN

Orkusteinahálsmenin eru úr eðal orkusteinum, sterling silfri og gullhúðuðu silfri, bæði til stutt og síð með viðhengi eða án.  Hver og ein festi er einstök og engin alveg eins, hægt að fá armbönd og eyrnalokka í stíl.  “Bohemian style” eru glæsileg hálsmen  úr pyrite eða howlite orkusteinakeðjum og pyrite orkusteinum með handgerðum hornum eða viðhengjum.   Einnig er mikið úrval af hálskeðjum úr silfri, orkusteinakeðjum og stáli með lás svo hægt er að stilla síddina.  Kærleikskeðjan er stálkeðja með sterling silfur fjöður, von er á kærleiksarmböndum í stíl.  Stál&Silfur er svo ný lína sem passar við allt.  Viðhengin eru úr stáli og keðjurnar úr sterling silfri eða stáli.

Senda má fyrirspurn eða pöntun á oskabond@oskabond.is